Header Paragraph

Fræðsluritið: Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð innan réttarkerfisins og réttarvernd barna.

Image
""

Fræðsluritið: Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð innan réttarkerfisins og réttarvernd barna, er komið út.

Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Vitundarvakning um kynferðisofbeldi, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum standa að útgáfunni.  

Ritið er einkum ætlað fagstéttum, sem starfa innan réttarkerfisins, en allir sem láta sig kynferðisofbeldi gegn börnum varða ættu sömuleiðis að hafa gagn af lestri þess.

Markmið ritisins er að greina meginreglur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálans, samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu, Lanzarotesamningsins, og Leiðbeininga Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu,og draga fram þau atriði sem ber að hafa að leiðarljósi við meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum innan réttarkerfisins.

Í ritinu er meðferð þessara mála kortlögð, fjallað er um hlutverk, vinnulag og samspil ólíkra aðila er koma að þessum málum og greint hvernig haga megi málsmeðferðinni til að tryggja fyrirmyndarvinnubrögð í þeim efnum.

Höfundar eru Hrefna Friðriksdóttir dósent við Lagadeild HÍ og Anni G. Haugen lektor við Félagsráðgjafardeild HÍ.