Ættleiðingar á Íslandi - í þágu hagsmuna barns
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið samdi við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni í júlí 2010 um að gera úttekt á löggjöf um ættleiðingar og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi og skila ráðherra skýrslu þar að lútandi.
Stofnuninni var falið að fjalla sérstaklega um íslenskar reglur með hliðsjón af Haagsamningnum frá 1993 og framkvæmd í ættleiðingarmálum á öðrum Norðurlöndum.
Höfundur skýrslunnar er Hrefna Friðriksdóttir lektor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldu-málefni.
Skýrslan skiptist í sjö kafla:
- kafli. Aðdragandi og samantekt um helstu niðurstöður.
- kafli. Almennt um ættleiðingar.
- kafli. Alþjóðasamningar og samstarf á sviði ættleiðingarmála.
- kafli. Yfirlit yfir norrænan rétt.
- kafli. Lög og reglur um ættleiðingar.
- kafli. Framkvæmd ættleiðinga.
- kafli.Sérstök álitaefni og tillögur til úrbóta.
Hér má nálgast skýrsluna Ættleiðingar á Íslandi - í þágu hagsmuna barns (PDF)