Ættleiðingar á Íslandi - í þágu hagsmuna barns

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið samdi við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni í júlí 2010 um að gera úttekt á löggjöf um ættleiðingar og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi og skila  ráðherra skýrslu þar að lútandi.

Stofnuninni var falið að fjalla sérstaklega um íslenskar reglur með hliðsjón af Haagsamningnum frá 1993 og framkvæmd í ættleiðingarmálum á öðrum Norðurlöndum.

Höfundur skýrslunnar er Hrefna Friðriksdóttir lektor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldu-málefni.

Skýrslan skiptist í sjö kafla:

  1. kafli. Aðdragandi og samantekt um helstu niðurstöður.
  2. kafli. Almennt um ættleiðingar.
  3. kafli. Alþjóðasamningar og samstarf á sviði ættleiðingarmála.
  4. kafli. Yfirlit yfir norrænan rétt.
  5. kafli. Lög og reglur um ættleiðingar.
  6. kafli. Framkvæmd ættleiðinga.
  7. kafli.Sérstök álitaefni og tillögur til úrbóta.

 

Hér má nálgast skýrsluna Ættleiðingar á Íslandi - í þágu hagsmuna barns (PDF)

Ætleiðingar á Íslandi, bókakápa