Þjónusta
Þjónusta Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr er ætlað að sinna þjónustuverkefnum fyrir opinberar stofnanir, félög og fyrirtæki á sviði fjölskyldumálefna.
Hægt er að senda beiðnir varðandi þjónustuverkefni á netfangið ras@hi.is.
Þjónustuverkefni
Unnt er að leita til stofnunarinnar meðal annars með beiðni um gerð:
- lagafrumvarpa
- álitsgerða
- skýrslna
- reglna/reglugerða og
- bæklinga um málefni fjölskyldunnar á breiðum grundvelli
Þjónustuverkefnin eru unnin af sérfræðingum á sviði lögfræði í samstarfi við sérfræðinga á öðrum fræðasviðum - ef eftir er leitað.
Umsagnir og ráðgjöf.
Ef óskað er, veitir Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr umsagnir um lagafrumvörp, sem og ýmiskonar ráðgjöf við undirbúning löggjafar um málefni fjölskyldunnar.
Fyrirlestrar og námskeið.
Fagfélög, samtök og stofnanir geta leitað til Rannsóknastofunar Ármanns Snævarr um fyrirlestra, fræðsluerindi og óskir um námskeið varðandi málefni fjölskyldunnar.
Skipun í nefndir og ráð.
Stofnanir, samtök og félög geta farið þess á leit við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr að hún tilnefni fulltrúa til setu í nefndum, starfshópum og ráðum sem fjalla eiga um fjölskyldumálefni.