Um stofnunina
Hlutverk stofnunarinnar er einkum að að efla lögfræðirannsóknir á sviði fjölskylduréttar, svo sem sifjaréttar, hjúskapar- og sambúðarréttar, barnaréttar og barnaverndarréttar og skapa vettvang fyrir þverfaglegar rannsóknir á sviði lögfræði og annarra fræðasviða, þar sem fjallað er um hjúskapar- og sambúðarmál og málefni fjölskyldna og barna í sem víðustu samhengi, meðal annars frá sjónarhóli allra þátta félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, menntavísinda, heimspeki og siðfræði.
Stofnuninni er meðal annars ætlað að sinna þjónustuverkefnum fyrir aðrar stofnanir og aðila sem fjalla um málefni fjölskyldunnar
Háskólaráð skipar stofnuninni fimm manna stjórn til þriggja ára í senn að fengnum tilnefningum frá Lagadeild og skal sá jafnframt vera formaður, Félagsráðgjafardeild, Hugvísindasviði, Menntavísindasviði og Heilbrigðisvísindasviði.
Stjórn 2015-2018
- Hrefna Friðriksdóttir, frá Lagadeild, formaður
- Vilhjálmur Árnason, frá Hugvísindasviði.
- Jörgen Leonhard Pind frá Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs
- Annadís Gréta Rudolfsdóttir frá Menntavísindasviði
- Sigurveig H. Sigurðardóttir frá Félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs
Fyrri stjórnir
- Hrefna Friðriksdóttir, dósent við Lagadeild, formaður, tilnefnd af Félagsvísindasviði
- Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild, tilnefnd af Heilbrigðisvísindasviði
- Gunnar E. Finnbogason, prófessor við Kennaradeild, tilnefndur af Menntavísindasviði
- Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild, tilnefnd af Félagsvísindasviði
- Vilhjálmur Árnason, prófessor við Heimspeki- og sagnfræðideild, tilnefndur af Hugvísindasviði
- Hrefna Friðriksdóttir, dósent við Lagadeild, tilnefnd af Félagsvísindasviði, formaður
- Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild, tilnefnd af Heilbrigðisvísindasviði
- Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaradeild, tilnefnd af Menntavísindasviði, varaformaður
- Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild, tilnefnd af Félagsvísindasviði
- Vilhjálmur Árnason, prófessor við Heimspeki- og sagnfræðideild, tilnefndur af Hugvísindasviði