Header Paragraph

Norræn ráðstefna í fjölskyldurétti

Image
""

Dagana 24.-26. maí 2018 fór fram ráðstefnan Det XX Nordiske familieretsseminaret. Ráðstefnuna hélt Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands.

Um er að ræða samstarf norrænna sérfræðinga á sviði fjölskylduréttar. Samstarfið og ráðstefnan á sér langa sögu en þetta var í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi.

Þátttakendur ráðstefnunnar voru um 40 talsins frá öllum Norðurlöndunum og voru meðal annars rædd fjölmörg álitamál á réttarsviðinu, svo sem nýjar leiðir við lausn ágreiningsmála, nýjar fjölskyldugerðir og fjármálaskipulag og skipti.

 

Um rannsóknarstofnun Ármanns Snævarrs

Stofnunin er vettvangur fyrir lögfræðirannsóknir og þróunarstarf í málefnum fjölskyldna og barna í þverfaglegu samstarfi við önnur fræðasvið og rannsóknastofnanir sem fjalla um fjölskyldumálefni. Megináherslur hennar eru þó á lögfræði og frá sjónarhorni hennar er efnt til samstarfsverkefna.