Header Paragraph
Styrkir veittir þremur meistaranemum til þverfræðilegrar rannsóknar á stöðu barna innan heilbrigðiskerfisins
Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr veitir þremur meistaranemum við Háskóla Íslands styrk til þverfræðilegrar rannsóknar á stöðu barna innan heilbrigðiskerfisins.
Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS) í samvinnu við, Lagadeild, Hugvísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið hefur veitt þremur meistaranemum við Háskóla Íslands, styrk vegna þátttöku þeirra í rannsókn á stöðu barna innan heilbrigðiskerfisins með áherslu á sjálfræði, þátttöku barna og ákvarðanatöku, út frá sjónarhóli lögfræði, hjúkrunarfræði og siðfræði.
Styrk hlutu:
Aðalheiður D. Matthíasdóttir, meistaranemi í siðfræði
Alma Rún R. Thorarensen, meistaranemi í lögfræði
Thelma Björk Árnadóttir, meistaranemi í hjúkrunarfræði