Header Paragraph

Málstofa - Skipt búseta barna sem búa á tveimur heimilum

Image
Lögberg

Málstofa miðvikudaginn 11. nóvember,
kl. 12:00-13:15
Lögbergi, stofu 101

 

Nýlega kom út skýrsla starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði í samræmi við þingsályktunartillögu Alþingis. Starfshópnum var falið að kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns.

Á málstofu RÁS mun Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og starfsmaður starfshópsins, fjalla um niðurstöður skýrslunnar.

Að loknu framsöguerindi verða pallborðsumræður með Bóasi Valdórssyni, Guðríði Bolladóttur og Pálma Þór Mássyni sem voru í starfshópnum auk Lilju Borg Viðarsdóttur sem var starfsmaður. Allir velkomnir.

Málstofustjóri: Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ og stjórnarformaður RÁS.

Rakel Þráinsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir