Ráðstefna - Samræða um fjölskyldumálefni
Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni býður til samræðu háskólanema og fræðimanna innan Háskóla Íslands um fjölskyldumálefni, föstudaginn 17. september 2010, kl. 13.00-16.00, í Miðjunni, Háskólabíói
Dagskrá:
- Hugleiðing um fjölskyldumálefni frá mismunandi sjónarhornum.
- (Brýnustu verkefni innan hvers sviðs/deildar í fjölskyldumálum - spurningu varpað fram í lokin)
- Heilbrigðisvísindasvið: Sigurður Guðmundsson sviðsforseti,
- Hugvísindasvið: Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragða-fræðideildar,
- Menntavísindasvið: Jón Torfi Jónasson sviðsforseti,
- Félagsráðgjafardeild: Guðný Eydal deildarforseti
- Lagadeild: Róbert Spanó deildarforseti.
Hringborðsumræður; þátttakendur 50 háskólanemar. Umræðurstjórar; stjórnarmenn RÁS: Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason. (Fyrir liggja 5 spurningar, sem varpað verður fram í tengslum við ofangreindar hugleiðingar, og allir þátttakendur tjá sig um). Skrásetjari tekur saman helstu niðurstöður á hverju borði.
Niðurstöður og almennar umræður; hver skrásetjari gerir stuttlega grein fyrir niðurstöðum á „sínu borði“ og almennar umræður fylgja í kjölfarið.
Lokaorð; Hrefna Friðriksdóttir stjórnarformaður RÁS.
Fundarstjóri; Þórhildur Líndal, forstöðumaður RÁS.
Markmið:
Að finna samhljóm milli fulltrúa unga fjölskyldufólksins í HÍ og og fræðimanna, sem starfa innan HÍ, svo rannsóknir leiði til úrbóta fyrir íslenskt samfélag í þágu fjölskyldunnar.
RÁS fékk Olgu Björt Þórðardóttur, háskólanema, sem var einn þátttaenda í hringborðssamræðunni, til að taka saman helstu niðurstöður hópanna fimm.