Header Paragraph

Ráðstefna um breytingar á barnalögum, undirbúning og framkvæmd laganna

Image
Lögberg

HVAÐ ER NÝTT – HVAÐ ER FRAMUNDAN?

Ráðstefna um  breytingar á barnalögum, undirbúning og framkvæmd laganna

Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS),Rannsóknastofnun um barna- og fjölskylduvernd (RBF) og innanríkisráðuneytið boðuðu til ofangreindrar ráðstefnu vegna nýsamþykktra breytinga á barnalögum, sem taka áttu gildi 1.janúar 2013.

Aðalfyrirlesarar voru þau: Hanne Söndergaard Jensen, félagsráðgjafi og sérfræðingur í málefnum skilnaðarbarna frá Danmörku og Mats Sjösten dómari frá Varbergs tingsrått í Svíþjóð. Katrin Koch sálfræðingur frá Noregi boðaði foföll.

Aðrir fyrirlesarar voru Hrefna Friðriksdóttir dósent og stjórnarformaður RÁS og dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor stjórnarmaður í RÁS.  Stutt erindi fluttu María Gunnarsdóttir félagsráðgjafi, Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi, Eyrún Guðmundsdóttir deildarstjóri og Bjarni Stefánsson sýslumaður. 

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, flutti ávarp í upphafi ráðstefn-unnar, en ráðstefnustjóri var Guðmundur Steingrímsson alþingismaður. Í lokin voru pallborðsumræður en í þeim tóku þátt fimm sérfræðingar í barna- og fjölskyldurétti. Þessi ráðstefna var hugsuð sem fyrsta skrefið að undirbúningi að gildistöku nýrra  laga um breytingu á barnalögum 

Dagskrá ráðstefnu

Erindi Hrefnu Friðriksdóttur Hvernig er búið að breyta barnalögum?