Header Paragraph

Þjónustusamningur um gerð fræðsluefnis um meðferð kynferðisbrota undirritaður.

Image
""

Á grundvelli samstarfssamnings Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Verkefnisstjórnar um vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum fyrir hönd innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis hefur sérstök verkefnisstjórn, sbr. 2. gr. fyrrgreinds samnings, gert þjónustusamning við Anni G. Haugen, lektor við Félagsráðgjafardeild og Hrefnu Friðriksdóttur, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands, um ritun og hönnun fræðsluefnis um meðferð kynferðisbrota gegn börnum í réttarvörslukerfinu.

Við samningu efnis og framsetningu er þeim, m.a. ætlað að hafa víðtækt samstarf við aðrar fagstéttir, sem koma að þessum málum innan kerfisins, til að fá sem besta heildarsýn yfir verkefnið. Fræðsluefnið skal liggja fyrir í byrjun mars 2014. 

Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni mun í framhaldinu annast skipulagningu og framkvæmd námskeiða, sem byggð verða á fræðsluefninu, og sniðin að starfsfólki er kemur að meðferð þessara mála innan réttarvörslukerfisins.

frá vinstri:Kristín Jónsdóttir, Kolbrún Benediktsdóttir og  Þórhildur  Líndal. Sérfræðingar: Anni G. Haugen og Hrefna Friðriksdóttir
Verkefnsstjórn, til vinstri Kristín Jónsdóttir, Kolbrún Benediktsdóttir og Þórhildur Líndal. Sérfræðingar: Anni G. Haugen og Hrefna Friðriksdóttir