Header Paragraph

Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr veitir þremur meistaranemum við Háskóla Íslands styrk til þverfræðilegrar rannsóknar á stöðu barna innan heilbrigðiskerfisins

Image
""

Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS) í samvinnu við, Lagadeild, Hugvísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið hefur veitt þremur meistaranemum við Háskóla Íslands, styrk vegna þátttöku þeirra í rannsókn á stöðu barna innan heilbrigðiskerfisins með áherslu á sjálfræði, þátttöku barna og ákvarðanatöku, út frá sjónarhóli lögfræði, hjúkrunarfræði og siðfræði.

Styrk hlutu:

  • Aðalheiður D. Matthíasdóttir, meistaranemi í siðfræði
  • Alma Rún R. Thorarensen, meistaranemi í lögfræði
  • Thelma Björk Árnadóttur, meistaranemi í hjúkrunarfræði

 

 

Markmið rannsóknarinnar

Er meða annars að

  • skoða hugmyndafræði og túlkun viðeigandi mannréttindaákvæða og alþjóðasamninga, s.s. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og samspil við ákvæði lögræðislaga,laga um réttindi sjúklinga, barnalaga og barnaverndarlaga
  • komast að því hvort og hvernig ákvæðum laganna er fylgt í framkvæmd innan heilbrigðisþjónustunnar og þannig rannsaka þekkingu heilbrigðisstétta á umræddum ákvæðum laga og alþjóðasamninga
  • kanna hvaða siðfræðilegu álitamál koma upp eða geta komið upp varðandi sjálfræði barna innan heilbrigðisþjónustunnar. Hvaða gildi eru í húfi og hvaða siðalögmál takast á o.fl.

Meginmarkmiðið er síðan að samþætta niðurstöður þessara þriggja rannsókna í eina heildarniðurstöðu og birta í riti RÁS í kjölfar málþings um sama efni á haustdögum 2014.