Ráðstefna um meðferð kynferðisbrota
Af hálfu innanríkisráðuneytisins, Lagadeildar HÍ, RÁS og Evrópuráðsins var boðað til ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi, hinn 20. janúar 2012. Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga flutti þar erindi, en markmið ráðstefnunnar var að leiða saman sjónarmið fræðasamfélagsins, refsivörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka.
Ráðstefnan var í þremur hlutum. Í fyrsta hluta var fjallað um kynferðisbrot gegn börnum í tengslum við sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun.
Í öðrum hlutanum var fjallað um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu út frá þverfaglegu sjónarhorni.
Í þriðja hluta var boðið upp á þrjár málstofur með aðkomu fræðimanna,lögreglu, saksóknara, dómara,lögmanna og frjálsra félagasamtaka.Hrefna Friðriksdóttir dósent og formaður stjórnar RÁS var með erindi í málstofu1:Samspil barnaverndar-kerfisins og refsivörslukerfisins, ásamt fleiri fyrirlesurum.
Nánar má sjá um ráðstefnuna á síðu Stjórnarráðsins á Vefsafni.