Header Paragraph

Málstofa - Tilkynningarskylda - trúnaðarskylda

Image
""

Málstofa
Miðvikudaginn 1. september
kl. 12:15-13:15
Í Lögbergi stofu 101

 

Tilkynningarskylda- trúnaðarskylda. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um tilefni þessarar málstofu en umræðan í þjóðfélaginu að undanförnu um alvarlega misbresti innan kirkjunnar hefur vart farið fram hjá neinu ykkar, sem hér eruð stödd. 

Ætlunin er að beina sjónum fyrst og fremst að löggjöfinni, hvað segja lögin annars vegar  um tilkynningarskyldu barnaverndarlaga og hins vegar um trúnaðarskyldu presta. Fara þessi lagaákvæði  saman eða er ef til vill um ósamþýðanleg ákvæði að ræða?  Við fáum einnig innsýn inn í  viðhorf presta til þessara lagaákvæða.

Inngangserindi flytja þau Hrefna Friðriksdóttir lektor, Heimir Örn Herbertsson hrl. og Gunnar R. Matthíasson, prestur og formaður fagráðs Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota.