Header Paragraph

Fræðsluefni fyrir réttarvörslukerfið um meðferð kynferðisbrota gegn börnum

Image
""

Verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni við Háskóla Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um gerð fræðsluefnis fyrir réttarvörslukerfið um meðferð kynferðisbrota gegn börnum.

Í framhaldinu eru ráðgerð námskeið ætluð fagfólki sem kemur að meðferð kynferðisbrota, þar á meðal lögreglumönnum, saksóknurum, dómurum, réttargæslumönnum, lögmönnum, barnaverndarstarfsfólki og öðrum sérfræðingum.

Námsefnið mun byggjast á lagareglum um kynferðisbrot gegn börnum, samspili reglna innan barnaverndarkerfisins og refsivörslukerfisins um málsmeðferð, meginreglum og sjónarmiðum sem búa að baki reglum Evrópuráðsins um barnvinsamlegt réttarkerfi. Einnig verður fjallað sérstaklega um sönnunarmat og sönnunarfærslu í málum um kynferðisbrot gegn börnum.

Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Leggur samningurinn þær skyldur á herðar stjórnvalda aðildarríkjanna að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Þar á meðal skal fræðslu beint að fólki sem kemur að meðferð kynferðisbrota á vettvangi réttarvörslukerfisins.

Áætlað er að fræðsluefnið verið tilbúið til notkunar á vormisseri 2014 og að þá verði fyrstu námskeiðin haldin. Efnið verður einnig aðgengilegt á netinu.