Um stofnunina
Á fundi háskólaráðs 5. mars 2009 voru lagðar fram tillögur starfshóps frá 10. desember 2008 um þverfræðilega rannsóknastofnun í fjölskyldufræðum sem kennd yrði við Ármann Snævarr.
Samkvæmt tillögunum skyldi Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr vera vísindaleg rannsóknastofnun, starfrækt af Háskóla Íslands, en einnig yrði þar sinnt fræðslu og þjónustu á sviði stofnunarinnar. Stofnunin yrði vettvangur fyrir lögfræðirannsóknir og þróunarstarf í málefnum fjölskyldna og barna í þverfaglegu samstarfi við önnur fræðasvið og rannsókna-stofnanir sem fjalla um fjölskyldumálefni. Megináherslur hennar yrðu þó á lögfræði og frá sjónarhorni hennar yrði efnt til samstarfsverkefna.
Viltu fylgjast með?
Hér er hægt að skrá sig á tölvupóstlista okkar og fá fréttir á vegum Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr.