Háskóli Íslands

2015

Almennt yfirlit og stjórn

Í stjórn stofnunarinnar til september árið 2015 sátu: Hrefna Friðriksdóttir frá Lagadeild, formaður, Erla Kolbrún Svavarsdóttir frá Heilbrigðisvísindasviði, Gunnar E. Finnbogason frá Menntavísindasviði, Sigrún Júlíusdóttir frá Félagsráðgjafardeild og Vilhjálmur Árnason frá Hugvísindasviði.

Ný stjórn var skipuð í september og í henni sitja: Hrefna Friðriksdóttir frá Lagadeild, formaður, Vilhjálmur Árnason frá Hugvísindasviði, Jörgen Leonhard Pind frá Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs, Annadís Gréta Rudolfsdóttir frá Menntavísindasviði og Sigurveig H. Sigurðardóttir frá Félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs.
Forstöðumaður í 50% starfi til 31. júlí var  Þórhildur Líndal lögfræðingur, sem lét af störfum að eigin ósk.
Gengið var frá samningi RÁS og Lagastofnunar um að forstöðumaður Lagastofnunar taki að sér framkvæmdastjórn RÁS.

Rannsóknir

Áfram var unnið í rannsóknaverkefninu Staða barna innan heilbrigðiskerfisins – með áherslu á sjálfræði þeirra til þátttöku og ákvarðana í eigin málum. Stefnt er að því að ljúka verkinu í desember 2015.
Hrefna Friðriksdótir og Anni G. Haugen taka þátt í norrænu rannsóknarsamstarfi um Barnahús á Norðurlöndum. Stefnt er að útgáfu bókar árið 2016 þar sem Hrefna og Anni munu skrifa kafla byggðan á rannsókninni sem lá til grundvallar ritinu Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð innan réttarkerfisins og réttarvernd barna sem kom út árið 2014. Hrefna Friðriksdóttir tók þátt í undirbúningsseminari sem haldið var í Svíþjóð í október.

Námskeið

RÁS skipulagði námskeið um vinnubrögð barnaverndarstarfsmanna í kynferðisbrotamálum í samstarfi við Barnaverndarstofu. Kennarar voru Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen og voru þátttakendur um 30 talsins.

Málstofur o.fl.

13. apríl  

 Sexual Abuse and Child Friendly Justice: Challenges in Pracitce and Procedures

 

BASPCAN Congress 2015: New directions in child protection and wellbeing: making a real difference to children´s lives. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen voru með erindi á málstofu byggt á ritinu Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð innan réttarkerfisins og réttarvernd barna sem kom út árið 2014.

2. september

Tilgang til børn udsat for seksuelle overgreb

 

Seminar í samstarfi við NFBO – Nordisk Forening mot barnemishandling og omsorgssvikt. Hrefna Friðriksdóttir hélt hálfsdagsseminar fyrir starfsmenn réttarkerfisins sem byggði á ritinu Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð innan réttarkerfisins og réttarvernd barna sem kom út árið 2014. Þátttakendur voru um 50 talsins.

11. nóvember

Jöfn búseta barna sem búa á tveimur heimilum

 

Nýlega kom út skýrsla starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði í samræmi við          
þingsályktunartillögu Alþingis. Starfshópnum var falið að kanna með hvaða leiðum megi
jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda,
skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns.

Frumælandi: Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum og starfsmaður starfshóps innanríkisráðherra.     
Pallborð: Bóas Valdórsson, Guðríði Bolladóttir og Pálmi Þór Másson sem voru í starfshópnum auk Lilju Borg Viðarsdóttur sem var starfsmaður.
Málstofustjóri: Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður RÁS    
                      

   

 

  

  

          

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is